Um síðuna

Um síðuna

Upphaflega var þessi síða búin til sem lærdómsverkefni í HTML forritun. Mig langaði að læra HTML forritun uppá gamla mátann, þ.e.a.s. HTML kóðun í stað þess að nota einhverskonar hjálparforrit sem eru sérhönnuð fyrir heimasíðugerð.

Tölvuáhuga minn má rekja aftur til 9. áratugarins þegar ég eignaðist Sinclair Spectrum 48k og svo árið 1988 þegar ég keypti notaða BBC Master Compact tölvu, framleidda af Acorn Computers Ltd., fyrir fermingarpeningana mína. Árið 1989 keypti ég mér Archimedes A310 tölvu einnig framleidda af Acorn, hún var með RISC OS stýrikerfi og ARM örgjörva. En frá þeim tíma hef ég notað RISC OS stýrikerfið bæði í námi og til persónulegra nota. Fyrst á Acorn tölvum og síðan á Raspberry Pi tölvum og nú á tölvu sem ég setti saman en í henni er Titanium móðurborð sem er sérstaklega hannað fyrir RISC OS stýrikerfið. Nýjasta tölvan mín er PineBook Pro fartölva sem er uppsett fyrir RISC OS og LINUX stýrikerfi.

Ég ákvað að nota tölvu með RISC OS stýrikerfinu til að þreifa mig áfram í HTML kóðun og búa til þessa heimasíðu.

Þegar heimasíðugerðin fór að taka á sig mynd þá komu fleiri hugmyndir um efni sem ég gæti sett á síðuna. Það er því stefnan að setja inn upplýsingar um forrit sem ég hef búið til, aðalega fyrir RISC OS stýrikerfið sem eru flest skrifuð í BBC basic en einnig Python forrit fyrir Linux stýrikerfið. Einnig er meiningin að setja inn upplýsingar og myndir af þrívíddarprentuðum hlutum sem ég hef hannað og prentað út.

Til viðbótar er svo ætlunin að setja inn upplýsingar sem snúa að einga- og viðhaldsstjórnun og þáttum sem snúa að viðhaldsmálum.

Tíminn verður svo að leiða í ljós hve mikið magn fer inn á síðuna.

Höfundur:

Image of the author

Nafn: Gaukur Garðarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Grundarfirði í Eyrarsveit og bjó þar til 22 ára aldurs en þá fluttist ég frá Grundarfirði í Kópavog og hefur búið þar síðan.

Nánast allan starfsferlinn hef ég unnið við vihaldsmál og eignastjórnun. En á námsárunum sem vélstjóri á fiskiskipum yfir sumartímann. Ég starfaði sem vélstjóri í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar (Fiskiðjan) á árunum 1995 til 1997.

Ég hóf störf í Álverinu í Straumsvík (ISAL) í janúar 1999 og hef starfað þar síðan. Fyrst sem sérfræðingur í viðhaldsmálum og svo sem leiðtogi yfir viðhaldsmálum frá 2000 til 2007 en frá janúar 2007 hef ég starfað sem framkvæmdastjóri Viðhaldssviðs hjá ISAL.

Formleg menntun

  • Útskifaðist sem vélfræðingur frá Vélskóla Íslands árið 1995.
  • Útskifaðist sem véliðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands (Nú Háskólinn í Reykjavík) árið 1999
  • MSc gráðu í Viðhalds- og eignastjórnun "e. Maintenance engineering and Asset Management" frá The University of Manchester árið 2007.