RISC OS er tölvustýrikerfi upprunalega var hannað af enska fyrirtækinu Acorn Computers Ltd. og var fyrsta útgáfan af stýrikerfinu gefin út árið 1987. Stýrikerfið var hannað sérstaklega til að nota á tölvum sem Acorn hafið hannað og framleitt, en þessar tölvur notuðu ARM örgörva sem Acorn framleiddi sérstaklega fyrir þessar tölvur.
ARM stóð upphaflega fyrir Acorn RISC Machine en var síðar breytt í Advanced RISC Mchine. ARM örgjörvinn er í dag einn mest notaði örgjörvi í heimi og er í flest öllum GSM símum, spjaldtölvum og heimilistækjum sem nota örgjörva í dag.
Acorn þróaði RISC OS styrikerfið allt til ársins 1998 en þá splitaðist fyrirtækið upp og þróun RISC OS hélt áfram hjá nokrum fyrirtækjum eftir þann tíma en þó í mismunandi útgáfum.RISC OS Ltd, gaf út RISC OS 4 og síðar RISC OS 6 sem eru 26 bita útgáfur af stýrikerfinu en Castle Technology þróaði RISC OS 5 sem er 32 bita úgáfa og var notuð á Iyonix tölvum og síðar á A9home. RISC OS Open Ltd (ROOL) fékk síðan heimild hjá Castle til að þróa og gefa út RISC OS sem opin hugbúnað og þróar stýrikerfið enn í dag en í október 2018 keypti RISC OS Developments Ltd þróunarleyfið af Castle Technology og endurútgaf stýrikerfið sem Apache 2.0 opin hugbúnað og mun þróa stýrikerfið áfram í samvinnu við ROOL.
Í dag er hægt að nota stýrikerfið á nokkrum mismunadi vélbúnaði s.s. Raspberry Pi sem og í tölvuhermum sem eru fáanlegir fyrir helstu stýrikerfi svo sem Windows, MacOS og Linux.
Frekari upplýsingar um RISC OS stýrikerfið og sögu þess má finna á neðangreindum greinum
Hér fyrir neðan eru tenglar þar sem hægt er að nálgast RISC OS stýrikerfið fyrir mismunandi útgáfur af vélbúnaði og fræðast frekar um stýrikerfið. Einnig er að finna tengla inn á síður sem selja vélbúnað og hugbúnað sérsniðið fyrir RISC OS stýrkerfið.
Hér fyrir neðan er að finna kennslumyndbönd sem fara yfir helstu þætti stýrkerfinsins, hvernig það sett upp og grunn notkun.
Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um helsta forritunarmál sem notað er til að gera hugbúnað fyrir RISC OS stýrikerfið